Veikindaröfl
Það að segja manneskjuna vera skynsama hagsmunaveru eins og hagfræðin, skynsemiskenningar og leikjafræði halda fram, veldur því að manneskjur hugsa um sig sem skynsamar hagsmunaverur.
Hagfræðin fæst við efnisleg gæði og segist vera að lýsa raunveruleikanum og að gefa ráð um hvernig efnisleg gæði má öðlast og auka. Hagfræði fjallar ekki um hamingju og velferð fólks (þó kennarinn minn noti alltaf orðið velverð um efnisleg gæði) . Hvorki einstaklinga né samfélagsins í heild. Það er skilningur samfélagsins að efnisleg gæði og velferð fari saman, hagfræðin í sjálfri sér heldur aftur á móti engu fram um það.
Það sem gerist þegar þessi hugmynd um skynsömu eiginhagsmunaveruna verður að “sannleika” er að það verður óskynsamlegt að vera óeigingjarn.
Allar gjörðir verða að vera mögulega eigingjarnar. Athafnir sem virðast vera óeigingjarnar og koma nágunganum vel eru túlkaðar þannig að einstaklingurinn finni til vellíðunar við góðverkið. Það er því í raun eiginhagsmunir sem valda góðverkinu, ekki umhyggja fyrir nágunganum.
Sælla er að gefa en að þiggja.
Ef óeigingirni er óskynsemi er eigingirni skynsemi er það ekki?
Þetta þarf nú trúlega að skoða betur en ég er með hausinn fullan af sýklalyfjum og læt þetta því bara standa.
Nú þegar allt er í rústum heyrast þær raddir að nú þurfi ný gildi, og sumir segja að gömlu gildin séu best. Hvað er nákvæmlega átt við er ekki alveg ljóst en ég geri ráð fyrir að þarna sé verið að tala um einhverskonar samhjálp og samhug. Réttlæti og virðingu fyrir nágunganum. Eitthvað sem stangast á við eiginhagsmuna græðgina, er jafnvel andstæða hennar. Sumir gætu velt því fyrir sér hvort það sé mögulegt að afgræðgisvæða samfélag? Vorum við ekki sammála um að eðli mannsins sé gráðugt og eigingjarnt? Getum við bara “skipt um skoðun”?
Það sem ég óttast er afturhvarf til trúarlegrar kreddufestu. Í grein í Times frá 2. febrúar er talað um bókina Das Kapital eftir Marx og er hún ekki eftir Karl heldur biskup að nafni Reinhard Marx. Bókin hans fjallar um nauðsyn kristilegra gilda til endurreisnar efnahagslífsins í Evrópu og hún hefur setið í níu vikur á metsölulista.
Barry Schwartz talar á annan hátt um dyggðir. hann segir reglur vera til þess að koma í veg fyrir stórslys af mannavöldum af öllu tagi og þær komi í veg fyrir að fólk þurfi að hugsa. Þá segir hann fólk þurfa siðferðislega hæfni (moral skill) til að vita hvenær á að gera undantekningar frá reglum. Það sem hann vill gera til að endurreisa vinnusiðferðið er ekki að kenna fólki siðfræði heldur ætti fólk að taka sér siðferðilegar hetjur til fyrirmyndar. Það sem skiptir máli er viljinn til að gera rétt og tæknileg hæfni til að takast á við flóknar aðstæður. Hann heldur því fram að fólk vilji fá að vera dygðugt. Og það gerir hann alveg án þess að blanda trú inn í málið. Kannski vill fólk fá að vera dygðugt og réttlátt vegna sinnar eigin sjálfsánægju, en er ekki betra að það fái ánægjuna þannig en vegna græðginnar? Er hægt að “hafa áhrif” á hugsunarháttinn svo að hegðun samfélagsins í heild breytist? Geta réttlæti og fórnfýsi komist í tísku?
Fyrirlestur Barrys Swartzs fylgir hér og hann er fullur af skemmilegum dæmum sem ég hef ekki haus í að skifa upp. Ég mæli með hlustun, en kem mér í bólið...
Hagfræðin fæst við efnisleg gæði og segist vera að lýsa raunveruleikanum og að gefa ráð um hvernig efnisleg gæði má öðlast og auka. Hagfræði fjallar ekki um hamingju og velferð fólks (þó kennarinn minn noti alltaf orðið velverð um efnisleg gæði) . Hvorki einstaklinga né samfélagsins í heild. Það er skilningur samfélagsins að efnisleg gæði og velferð fari saman, hagfræðin í sjálfri sér heldur aftur á móti engu fram um það.
Það sem gerist þegar þessi hugmynd um skynsömu eiginhagsmunaveruna verður að “sannleika” er að það verður óskynsamlegt að vera óeigingjarn.
Allar gjörðir verða að vera mögulega eigingjarnar. Athafnir sem virðast vera óeigingjarnar og koma nágunganum vel eru túlkaðar þannig að einstaklingurinn finni til vellíðunar við góðverkið. Það er því í raun eiginhagsmunir sem valda góðverkinu, ekki umhyggja fyrir nágunganum.
Sælla er að gefa en að þiggja.
Ef óeigingirni er óskynsemi er eigingirni skynsemi er það ekki?
Þetta þarf nú trúlega að skoða betur en ég er með hausinn fullan af sýklalyfjum og læt þetta því bara standa.
Nú þegar allt er í rústum heyrast þær raddir að nú þurfi ný gildi, og sumir segja að gömlu gildin séu best. Hvað er nákvæmlega átt við er ekki alveg ljóst en ég geri ráð fyrir að þarna sé verið að tala um einhverskonar samhjálp og samhug. Réttlæti og virðingu fyrir nágunganum. Eitthvað sem stangast á við eiginhagsmuna græðgina, er jafnvel andstæða hennar. Sumir gætu velt því fyrir sér hvort það sé mögulegt að afgræðgisvæða samfélag? Vorum við ekki sammála um að eðli mannsins sé gráðugt og eigingjarnt? Getum við bara “skipt um skoðun”?
Það sem ég óttast er afturhvarf til trúarlegrar kreddufestu. Í grein í Times frá 2. febrúar er talað um bókina Das Kapital eftir Marx og er hún ekki eftir Karl heldur biskup að nafni Reinhard Marx. Bókin hans fjallar um nauðsyn kristilegra gilda til endurreisnar efnahagslífsins í Evrópu og hún hefur setið í níu vikur á metsölulista.
Barry Schwartz talar á annan hátt um dyggðir. hann segir reglur vera til þess að koma í veg fyrir stórslys af mannavöldum af öllu tagi og þær komi í veg fyrir að fólk þurfi að hugsa. Þá segir hann fólk þurfa siðferðislega hæfni (moral skill) til að vita hvenær á að gera undantekningar frá reglum. Það sem hann vill gera til að endurreisa vinnusiðferðið er ekki að kenna fólki siðfræði heldur ætti fólk að taka sér siðferðilegar hetjur til fyrirmyndar. Það sem skiptir máli er viljinn til að gera rétt og tæknileg hæfni til að takast á við flóknar aðstæður. Hann heldur því fram að fólk vilji fá að vera dygðugt. Og það gerir hann alveg án þess að blanda trú inn í málið. Kannski vill fólk fá að vera dygðugt og réttlátt vegna sinnar eigin sjálfsánægju, en er ekki betra að það fái ánægjuna þannig en vegna græðginnar? Er hægt að “hafa áhrif” á hugsunarháttinn svo að hegðun samfélagsins í heild breytist? Geta réttlæti og fórnfýsi komist í tísku?
Fyrirlestur Barrys Swartzs fylgir hér og hann er fullur af skemmilegum dæmum sem ég hef ekki haus í að skifa upp. Ég mæli með hlustun, en kem mér í bólið...
Ummæli