The Origins of Virtue

Matt Ridley skrifar bókina The Origins of Virtue beint inn í hugmyndaheim þróunarkenningarinnar. Þar leitar hann að mannlegu eðli með því að skoða dýrslega hegðun. Sú hugsun að mannlegt eðli megi finna er “í tísku” núna og hefur fengið byr undir báða vængi með líffræðilegum rannsóknum á genum og heilastarfsemi. Ég segi í tísku vegna þess að á hverjum tíma hefur mannkynið alltaf talið sig vera að komast að hinu sanna eðli sínu, alltaf talið sig standa forverum sínum framar og vera búið að fatta þetta allt saman. Samt virðast afkomendurnir aldrei sætta sig við staðreyndirnar og komist að annarri niðurstöðu sem er að sjálfsögðu miklu réttari.
Hann fjallar um hugmyndir sem eru hálfpartinn skilgreindar sem “common sense” og rennir undir þær vísindalegum stoðum. Hann reynir að sýna fram á að mannekjan sé sérhagsmunaseggur, ekki þó í slæmri merkingu, heldur þurfi hún að vera það til að koma genum sínum áfram. Hann er sérstaklega heillaður af the prisoner´s dilemma og því sem fær mannfólkið til að vinna saman enda nauðsynlegt að útskýra samfélag mannanna eftir að maður er búinn að sannfæra alla um að einstaklingarnir hugsi aðeins um eiginn rass. Hann heldur því fam að eiginhagsmunaseggurinn maðurinn myndir sambönd við aðra þegar það hentar honum vel, annars ekki. Samfélag mannanna er því einskonar viðskipasafélag þar sem samböndin byggast á því að menn geri örðum greiða aðeins að því gefnu að þeim muni seinna verða gerður greiði í staðinn. Þennan eiginleika gerir hann mönnum eðlilegan með því að skoða hvernig dýrin gera hið sama. Samanburðurinn er hrollvekjandi því hann kýs að skoða helst hegðun karldýra og hvernig þau nauðga og limlesta.
Einn kafla notar hann til að andmæla þeim rómantísku hugmyndum eins og hann kallar þær að einhvertíman hafi fólk borið virðingu fyrir náttúrunni og lifað í sátt og samlindi við hana. Hann segir indjánahöfðingjann Seattle hafa verið hræsnara og helgiathafnir indjána og meint virðing þeirra fyrir náttúrunni hafa verið á yfirborðinu. Í raun hafi þeir gert margar tegundir útdauðar með ofveiði og traðkað á jörðinni eins og aðrir menn. Það er smá undarlegt að í köflunum sem á eftir koma reynir hann að færa rök fyrir þvi að ríkisafskipti séu af hinu vonda, og þetta klassíska “geri vont bara verra”, með því að benda á að menn hafi “sjálfir” gengið gegn sínum eigin hagsmunum með því að koma sér upp reglum um ofveiði og ofnýtingu beitarlands. Hann sem sagt segir í öðrum kaflanum að rómatíkerar eins og Rousseau séu bara rugludallar því alla tíð hafi mannkyið vaðið yfir náttúruna og í þeim næsta að þeir hafi einmitt sett sér reglur henni til verndar. Kannski hann hafi fengið frjálshyggju spark í rassinn því hann endar á því að segja manninn verða að fá að setja sér reglur sjálfur í samræmi við sína eigin sérhagsmuni. Mér er reyndar skapi næst að saka hann um frjálshyggju rómantík því hann endar á því að segja:

“if we are to recover social harmony and virtue, if we are til build back into society the virtues that made it work for us, it is vital that we reduce the power and scope of the state. That does not mean a vicious war of all against all. It means devolution: devolution of power over people´s lives to parishes, computer networks, clubs, teams, self-help groups, small businesses- everything small and local.”

Bókin kemur út 1996 og því útilokað að hann geri sér ekki fulla grein fyrir því að viðskipti, frjáls undan ríkisreglum, eru allt annað en smá og staðbundin.

Sé allra síðasta setningin lesin í dag hljómar hún næstum eins og slæmur fyrirboði. Það eru margir að velta fyrir sér hvað verður um mannlegar dyggðir í heiminum í dag en hann endar á því að segja þetta um þær:

“We must encourage social and material exhange between equals for that is the raw material of trust, ans trust is the foundation of virtue.”

Hvaðan sem þetta jafnræði kemur þá væri gaman að lesa hvað hann telur kvenlægar dyggðir segja um ríkisrekstur, bara svona fyrir forvitnissakir.

Ummæli

Vinsælar færslur