Kína fína
Ég hef smá samviskubit yfir titli síðasta bloggs. Hann var samt í algeru samræmi við efni myndbandsins, en þetta voru alls ekki nærgöngul orð um stóra þjóð. Varla þó tittlingaskítur? Ég hef alltaf svona óþægilega tilfinningu gagnvart Kína. Flest sem ég veit um þetta land er alveg svakalegt, og margt hreinn viðbjóður. Nú er allt á fullu í Kína. Þarna er fólk sem ætlar að sigra heiminn á öllum mögulegum sviðum en þó helst í lífsgæðakapphlaupinu.
What does China Think? heitir bók um Kína sem ég las nýlega. Höfundur bókarinnar, Mark Leonard er að vonum upptekin af efnahagsframförum Kína. Stjórn Dengs Xiaopings hefur verið kölluð "harðstjórn hagfræðinganna" og hagfræðingurinn Zang Weiying lýsir innleiðingu kapítalisma í Kína með skemmtilegri allegoríu (bls. 23).
Sagan er af þorpi þar sem íbúar reiða sig á hesta til allra flutninga. Öldungar þorpsins sem höfðu árum saman rómað yfirburði hesta sinna yfir sebrahestum nágrannaþorpsins, átta sig á að sebrahestarnir eru betri en þeirra eigin hestar. Vilja þeir þá skipta yfir í sebrahesta en það er ekki hægt því þá myndu þeir glata stolti sínu og trausti þorpsbúanna. Þorpsbúarnir höfðu verið heilaþvegnir af lofi um hestana. Öldungarnir leggja því á ráðin og taka upp á því í skjóli nætur að mála rendur á suma hesta sína. Þegar þorpsbúarnir vakna svo furðulostnir yfir því að sjá sebrahesta segja öldungarnir að þetta séu ekki alvöru sebrahestar. Rendurnar hafi verið málaðar á til fegrunar. Næturnar líða og þorpsbúar hætta að kippa sér upp við röndótta hesta, þótt þeim fari fjölgandi. Smátt og smátt skipta svo öldungarnir máluðu hestunum út fyrir alvöru sebrahesta án þess að þorpsbúar taki eftir því.
Þessa dagana eru allra augu á Kína. En hvað er í gangi á nóttunni?
What does China Think? heitir bók um Kína sem ég las nýlega. Höfundur bókarinnar, Mark Leonard er að vonum upptekin af efnahagsframförum Kína. Stjórn Dengs Xiaopings hefur verið kölluð "harðstjórn hagfræðinganna" og hagfræðingurinn Zang Weiying lýsir innleiðingu kapítalisma í Kína með skemmtilegri allegoríu (bls. 23).
Sagan er af þorpi þar sem íbúar reiða sig á hesta til allra flutninga. Öldungar þorpsins sem höfðu árum saman rómað yfirburði hesta sinna yfir sebrahestum nágrannaþorpsins, átta sig á að sebrahestarnir eru betri en þeirra eigin hestar. Vilja þeir þá skipta yfir í sebrahesta en það er ekki hægt því þá myndu þeir glata stolti sínu og trausti þorpsbúanna. Þorpsbúarnir höfðu verið heilaþvegnir af lofi um hestana. Öldungarnir leggja því á ráðin og taka upp á því í skjóli nætur að mála rendur á suma hesta sína. Þegar þorpsbúarnir vakna svo furðulostnir yfir því að sjá sebrahesta segja öldungarnir að þetta séu ekki alvöru sebrahestar. Rendurnar hafi verið málaðar á til fegrunar. Næturnar líða og þorpsbúar hætta að kippa sér upp við röndótta hesta, þótt þeim fari fjölgandi. Smátt og smátt skipta svo öldungarnir máluðu hestunum út fyrir alvöru sebrahesta án þess að þorpsbúar taki eftir því.
Þessa dagana eru allra augu á Kína. En hvað er í gangi á nóttunni?
Ummæli