Doris Salcedo


Ég kannaðist við myndir af stólalistaverkinu og verkinu úr Tate í London. Á Youtube eru mörg myndbönd þar sem sjá má Doris Salcedo ræða um verkin sín. Hún er kólumbískur listamaður sem gerir pólitísk verk. Verkið Shibboleth (2007) sem sett var upp, eða öllu heldur grafið niður í Turpentine salnum í Tate Modern í London er mjög eftirminnilegt. Sprunga í gólfinu táknar eitthvað sem ryður sér inn í líf fólks. Innflytjendur sem marka sér spor á jörðinni þar sem þeirra var ekki vænst. Sprungan táknar líka það sem innflytjendur þurfa að yfirstíga í sínu eigin lífi. Hvernig það er að finna lífið gliðna í sundur. Hvernig er sjónarhornið út iðjum sprungunnar? 



Salcedo vinnur með sjónarhorn frá þriðjaheiminum sem horfir á rústir heimsvaldastefnunnar. Þar sem iðnbyltingin var verkfæri kapítalismans til að færa völd í hendur þeirra sem eiga peninga. Horfir á heiminn með augum fórnarlamba, þeirra sem er fórnað fyrir völd. Dregur þau sem horft er framjá inn í dagsljósið. 

Hún er hugfangin af sjársauka þeirra sem beitt eru pólitísku ofbeldi en eru ekki þau sem berjast um völdin. Hún setur fram ummerki um fjöldann sem ekki er hlustað á. Margir kannast kannski við kínverska listamanninn Ai Weiwei sem hefur verið á svipuðum slóðum. ég hef ekki séð listaverk þeirra með berum augum en ég læt berast með þeim í gegnum internetið og leiði hugann að örlögum þessa fólks. Stundum er áhugaverðara að reyna að sjá fyrir sér það sem ekki er í stað þess að lýsa því sem fyrir augu ber. Það er þess virði að hlusta eftir því sem ekki er sagt. Reyna að heyra það sem ekki heyrist. 



Ummæli

Vinsælar færslur