Lina Khan
Lina Khan er fyrrverandi yfirmaður samkeppniseftirlitsins í Bandaríkjunum (FTC). Hún fæddist í London en foreldrar hennar eru frá Pakistan. Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna þegar Khan var 11 ára. Hún var ráðin af Biden og rekin af Trump nú i byrjun árs en þá hafði komið háfvært ákall innan demókrataflokksins um að því yrði lofað að Harris myndi gera það sama væri hún kosin. Khan var ekki í uppáhaldi hjá stórfyrirtækjum því hún ógnaði völdum þeirra.
Hún var í raun að framfylgja lögum sem hafa verið í gildi í áratugi til að verja almenning gagnvart ágangi fyrirtækja í gróða. Eins og ég skil þetta hefur þrýstingur frá stórfyrirtækjum til að sniðganga lögin við samþjöppun. Samkeppni er sem sagt ekki eitthvað sem fyrirtæki vilja þó kapítalistarnir bulli um frelsi og samkeppni á markaði.
Ég er ekki vel að mér í sögu samþjöppunar og valdatöku stórfyrirtækja á heiminum en í grein New Yorker um Linu Khan má lesa um sögu hennar og baráttu hennar í lagaheiminum gegn samþjöppun.
Á mjög einfaldaðan hátt snérist hugmyndafræðin síðustu öld um samþjöppun stórfyrirtækja í Bandaríkjunum um það að þar sem að samkeppni á að tryggja að vöruverð hækki ekki umfram það sem eðlilegt þykir sé það í góðu lagi að fyrirtæki á sama markaði renni saman í stórfyrirtæki svo framarlega sem verð til neytenda hækki ekki.
Þetta er grundvöllur kapítalismans þar sem frelsið til að græða má skerða frelsi annarra vegna þess það býr til meiri gæði fyrir minna verð fyrir heildina. Frelsið til að græða hvílir því á darwinísku hugmyndinni um að sá sterkasti hafi betur og gagnist samfélaginu vegna þess að það fær betri vöru. Besti húsgagnasmiðurinn selur flest húsgögnin, græðir mest og allir fá bestu húsgögnin. Til þess að besti húsgagnasmiðurinn njóti hæfileika sinna verður hann að hafa athafnarelsi. Og allir aðrir, hinir lakari verða að hafa frelsi til að keppa við hann. Þannig sigrar hinn sterki með því að fá mestu peningana með því að beita hæfileikum sínum. Svona er þetta sett upp í hagfræðitímum. Það er auðvelt að samþykkja þetta dæmi. Auðvitða viljum við ekki að ríkisvaldið velji húsgagnasmiðinn fyrir okkur og við fáum þá hugsanlega ekki bestu húsgögnin. Vandamálið við dæmið er að það á EKKERT við um húsgagnasmíði í heiminum í dag. Samt byggir nútímafjármálakerfi dæmi sem þessu. Þá koma stofnanir eins og samkeppniseftirlitið og fólk eins og Lina Khan til sögunnar. Það er viðurkennt að markaðslögmálin og raunveruleg samkeppni fara ekki saman og því eru sett lög sem eiga að lemstra markaðinn til að gera eitthvað í áttina að því sem mýtan um hann segir að hann eigi að gera.
En það er ótrúlegt til þess að hugsa að ógnin af valdinu sem felst í samþjöppun auðs á hendur fárra risafyrirtækja hafi ekki verið gert hærra undir höfði í Bandaríkjunum. Eða öllu heldur að fyrirtækjum hafi tekist að þvinga ríkisvaldið til að framfylgja ekki lögum sem áttu að koma í veg fyrir samþjöppunina. Mér þykir ótrúlegt að skilningurinn á því sem gerðist hafi ekki legið fyrir fyrirfram. En samkeppniseftirlitið hafði sem sagt aðallega það hlutverk að tryggja að samþjöppun hefði ekki áhrif á verðlag.
Það truflar ekki samkeppni ef verðið helst lágt. Það er sem sagt í lagi að viðskipti þjappist saman ef verð vörunnar til neytenda í BNA hækkar ekki. Þannig er það eðlilegt að viðskipti með til dæmis húsgögn, sem voru áður á höndum mýmargra fyrirtækja sem framleiddu alls kyns mismunandi húsgögn á mismunandi stöðum úr mismunandi efnum séu í höndum tveggja samsteypa fyrirtækja sem selja húsgögn undir mismunandi merkjum á mismunandi verðbili en allur hagnaðurinn safnast saman í eina hít. Sem er svo notuð til þess að níðast á þeim sem raunverulega búa til húsgögnin, keyra niður verð á hráefni í húsgögnin og þvinga ríkisvaldið til að afnema lög og undanskilja gróðann frá sköttum.
Hagræðing sem á að ná með samrunanum er orð sem nær yfir það þegar fyrirtæki nær að þræla starfsfólki sínu (eða fyrirtækjanna sem það útvistar framleiðslunni til) enn meira út fyrir sinn eigin hagnað. Hann er á kostnað heiðarlegs fólks sem vinnur fyrir tekjum og svo auðvitað umhverfisins eins og öllum er orðið kunnugt um.
Neytendur standa í þeirri trúa ð þeim standi allskonar mismunandi húsgögn til boða því þau eru seld undir mismunandi merkjum. Merkin eru tilbúningur og oft ævintýraleg mýta um betra líf sem heftur ekkert með húsgögnin sjálf að gera. Stórfyrirtækin sjúga allt blóð sem þau komast yfir úr mannlegri tilveru.
Khan barðist óhrædd við að framfylgja lögum í þann tíma sem hún hafði í starfi sínu í samkeppnisstofnun Bandaríkjanna. Bandaríkin eru að syngja sitt síðasta sem leiðtogi lýðræðisríkja í heiminum. Hryllilegt að horfa upp á hvernig allt er að hrynja ofan í heimskulegt skrum vansæld. Gott að vita til þess að þar leynast samt vonarstjörnur eins og Lina Khan.
Ummæli