Tölfræði

Er ekki eitthvað bogið við þessar forsendur?

Fyrri höfuðsetning tölfræðinnar

Ef við drögum óendanlega mörg úrtök af stærð N úr normaldreifðu þýði með meðaltal µ og staðalfrávik σ, þá verður úrtakadreifingin normal með meðaltal µ og staðalfrávik σ/N

Síðari höfuðsetning tölfræðinnar: Markgildissetningin (Central limit theorem)

Ef við drögum óendanlega mörg úrtök af stærð N úr hvaða þýði sem er með meðaltal µ og staðalfrávik σ, þá verður úrtakadreifingin normal með meðaltal µ og staðalfrávik σ/N

Mikilvægi markgildissetningarinnar liggur í því að hún losar okkur undan þeirri kröfu að við getum einungis beitt ályktunartölfræði á normaldreifðar breytur

Mér finnst það vera svindl að segja að bara af því að við "gætum hugsanlega" dregið óendanlega mörg úrtök úr tilteknu þýði. Reiknað endalaus meðaltöl og þar með losað okkur við alla útlaga, þá sé hægt segja að breyta sem ekki normaldreifist geri það samt!

Ég gæti hellt hálfum millilítra af pissi í tank, bætt við 1000 lítrum af vatni, tekið góðan sopa og montað mig svo af því að hafa drukkið hland.

Ummæli

Tinnuli sagði…
Nkl, en það er einmitt heila málið!

Vinsælar færslur