Hugsanlega

er ég með Nozick á heilanum. Í umfjöllun um greinina It´s Every monkey for Themselves eftir líffræðinginn og blaðamanninn Vanessu Woods og mannfræðiniginn Brian Hare fann ég samsvörun við hugmyndir Nozicks um réttlátt samfélag og félagslega hegðun simpansa og bavíana. Nozick er umhugað um náttúrulegan rétt manna til eigna sinna og Woods og Hare velta því fyrir sér hvað geri mannfólkið mennskt þ.e.a.s. hvað greini það frá simpönsum sem deila með því 98,7% af erfðaefni. Í stuttu máli komast þau að því að þrátt fyrir félagsleg samskipti skorti bavíana umburðarlyndi (e. tolerance) og simpansa hæfni til að deila mat út fyrir innsta fjölskylduhring.

“So what we have are chimps who cooperate but aren't very tolerant, and bonobos who are very tolerant but don't really cooperate in the wild. What probably happened six million years ago, when hominids split from the ancestor we share with chimpanzees and bonobos, is that we became very tolerant, and this allowed us to cooperate in entirely new ways. Without this heightened tolerance, we would not be the species we are today.”

Lágmarksríki Nozicks virðist vera bara spönn frá hegðun simpansanna sem skortir getuna til að deila mat. Nozick lítur á skattheimtu sem brot á rétti manna til eigna sinna, óhugsandi sé í réttlátum heimi að skipting gæða geti talist eðlileg.

“However, such cooperation in chimpanzees is highly constrained. Chimpanzees will cooperate only with familiar group members, with whom they normally share food. If they don't know or like a potential partner, they won't cooperate no matter how much food is at stake. Humans, however, make a living collaborating, even when it's with people they don't know and in many cases don't particularly like.”

Ummæli

Vinsælar færslur